32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 16:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 16:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 16:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 16:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 16:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 16:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 16:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 16:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 16:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:20.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

2) 388. mál - Viðlagatrygging Íslands Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Ingólfsson, Ragnheiði Sigurðardóttur og Söru Sigurðardóttur frá Fjármálaeftirlitinu og Huldu Ragnheiði Árnadóttur og Sigurð Kára Kristjánsson frá Viðlagatryggingu Íslands.

3) 14. mál - trygging gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga Kl. 16:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra. Allir viðstaddir nefndarmenn stóðu að nefndaráliti með breytingartillögu.

4) 249. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 16:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Öglu Eir Vilhjálmsdóttur og Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands.

5) 422. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 17:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Leif Arnkel Skarphéðinsson og Hjörleif Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 18:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00